Erlent

Meðlimir trúarlögreglu dregnir fyrir rétt

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Í fyrsta sinn er réttað yfir trúarlögreglu í Saudi-Arabíu
Í fyrsta sinn er réttað yfir trúarlögreglu í Saudi-Arabíu

Meðlimir í trúarlögreglu Sádí Arabíu verða dregnir fyrir rétt vegna dauða tveggja manna sem voru í vörslu þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem réttað er yfir trúarlögreglunni í landinu. Dauði mannanna tveggja fyrir nokkrum vikum hafa vakið hörð viðbrögð og mikið fjölmiðlafár fylgdi í kjölfarið. Annar mannanna var sakaður um að eiga samskipti við óskylda konu og hinn um að selja alkahól, sem er ólöglegt í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×