Íslenski boltinn

Markalaust í hálfleik í Kaplakrika

Staðan í leik FH og Blika er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leiklés í leik liðanna í Kaplakrika sem sýndur er beint á Sýn. Leikurinn hefur verið fjörlegur í byrjun en hvorugu liðinu hefur tekist að skora úr fjölda færa sem litið hafa dagsins ljós. HK hefur yfir 2-0 gegn KR í Kópavogi og þá er staðan 1-1 hjá Víkingi og Keflavík.

Þórarinn Kristjánsson skoraði sitt fjórða mark í sumar fyrir Keflavík eftir nokkrar sekúndur í síðari hálfleik, en Sinisa Kekic jafnaði úr víti fyrir Víking og fékk svo að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Oliver Jaeger skoraði annað mark HK gegn KR, þar sem gestirnir hafa gert harða hríð að marki HK án þess að ná að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×