Íslenski boltinn

KR undir á Kópavogsvelli

HK-menn hafa yfir gegn KR í hálfleik
HK-menn hafa yfir gegn KR í hálfleik Mynd/Hörður
Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem hófust klukkan 19:15 í Landsbankadeild karla. Útlitið er ekki gott hjá botnliði KR sem er undir 1-0 gegn HK þar sem Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrir heimamenn á 35. mínútu. Markalaust er í leik Víkings og Keflavíkur og sömu sögu er að segja af leik FH og Blika í Hafnarfirði, en sá leikur hófst klukkan 20 og er sýndur beint á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×