Fótbolti

Kolbeinn semur við AZ Alkmaar

mynd/aleksandar djorovic
Kolbeinn Sigþórsson, 17 ára gamall knattspyrnukappi frá HK, hefur skrifað undir þriggja ára samning við hollenska úrvalsdeildarliðið AZ Alkmaar. Kolbeinn staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun. Kolbeinn hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir frammistöðu sína með U-17 ára landsliðinu.

Kolbeinn hittir fyrir tvo Íslendinga hjá Alkmaar, Grétar Rafn Steinsson og Aron Gunnarsson. Þjálfari Alkmaar er enginn annar en Louis Van Gaal, fyrrverandi þjálfari Ajax, Barcelona og Hollenska landsliðsins. Kolbeinn fer utan til æfinga hjá Alkmaar í byrjun júlí



Fleiri fréttir

Sjá meira


×