Íslenski boltinn

Bjarni tryggði Skagamönnum sigur á Val

Bjarni Guðjónsson skoraði sigurmark ÍA úr vítaspyrnu í kvöld
Bjarni Guðjónsson skoraði sigurmark ÍA úr vítaspyrnu í kvöld

Valsmenn töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í Landsbankadeild karla þegar þeir töpuðu 2-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Valsmenn voru betri í fyrri hálfleiknum og komust yfir með marki Dennis Bo Mortensen eftir aðeins 5 mínútna leik. Króatinn Dario Cingel jafnaði fyrir ÍA á síðstu augnablikum fyrri hálfleiks og það var svo Bjarni Guðjónsson sem gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu.

Segja má að tapið hafi verið nokkuð grátlegt fyrir Valsmenn sem áttu ágætisleik í kvöld, en heimamenn nýttu færin sín betur og kláruðu leikinn. Valsmenn áttu 16 marktilraunir gegn 8 tilraunum heimamanna og þá áttu gestirnir 18 hornspyrnur gegn aðeins tveimur hjá ÍA.  Valur er því enn fjórum stigum á eftir Íslandsmeisturum FH sem sitja á toppnum, en Hafnfirðingar eiga leik til góða. ÍA fer í 5.-6. sætið ásamt Víkingum með 8 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×