Íslenski boltinn

Jafnt í hálfleik á Skaganum

Staðan í leik ÍA og Vals á Skaganum er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Valsmenn hafa verið heldur sterkari fyrstu 45 mínúturnar og Dennis Bo Mortensen kom liðinu yfir eftir aðeins fimm mínútur. Króatinn Dario Cingel jafnaði hinsvegar metin fyrir heimamenn skömmu fyrir leikhlé með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Áður höfðu Valsmenn átt stangarskot að marki heimamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×