Íslenski boltinn

ÍA - Valur í beinni á Sýn í kvöld

Skagamenn eru alltaf erfiðir heima að sækja
Skagamenn eru alltaf erfiðir heima að sækja MYND/Anton

Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þar sem Skagamenn taka á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar með 12 stig eftir 6 leiki en Skagamenn hafa 6 stig í 8. sætinu.

Valsmenn unnu síðast öruggan 3-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínum, en Skagamenn þurfa að gera betur en í síðasta leik þegar liðið steinlá 3-0 fyrir Blikum á Kópavogsvelli. Þeim gulklæddu virðist líða betur á heimavelli því liðið vann þar síðast öruggan 3-1 sigur á KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×