Íslenski boltinn

Fram vinnur sinn fyrsta leik í Landsbankadeildinni

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Fram sigraði Fylki í kvöld í fyrsta leik 7. umferðar Landsbankadeildarinnar, 3-1. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Þetta var fyrsti sigur Framara í deildinni.

Valur Fannar skoraði á 50. mínútu fyrir Fylki og kom þeim í 0-1, en rétt fyrir leikhlé hafði Igor Pesic misnotað vítaspyrnu fyrir Fram. Fram fékk svo aftur vítaspyrnu á 61. mínútu og skoraði þá Hjálmar Þórarinsson og jafnaði leikinn. Jónas Grani Garðarson kom svo Fram yfir á 73. mínútu og það var svo Hjálmar sem gulltryggði sigurinn með sínu öðru marki undir lok leiksins.

Fram er áfram í 9.sæti deildarinnar með 5 stig en lakara markahlutfall en ÍA sem er í 8.sæti með jafnmörg stig. Fylkir heldur 4. sætinu í bili með 11 stig eftir 7 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×