Fótbolti

Melchiot til Wigan

Mario Melchiot í leik með Rennes á síðustu leiktíð.
Mario Melchiot í leik með Rennes á síðustu leiktíð. MYND/AFP

Wigan tryggði sér í dag varnarmanninn Mario Melchiot en hann var samningslaus. Melchiot kom frá franska liðinu Rennes og lék þar áður með Birmingham og Chelsea. Hann hjálpaði franska liðinu að ná fjórða sæti í deildinni og þar með sæti í Evrópukeppni félagsliða.

Hjá Wigan finnur hann fyrir fyrrum liðsfélaga sinn frá Ajax og hollenska landsliðinu, Denny Landzaat. Áður hafði stjóri Wigan, Chris Hutchings, fengið þá Titus Bramble og Antoine Sibierski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×