Íslenski boltinn

Herbragð Ólafs gekk upp gegn KR

"Við lögðum upp með að sækja grimmt á þá strax í byrjun þar sem þeir eru særðir og með lítið sjálfstraust og það tókst mjög vel. Reyndar vorum við heppnir að fá ekki á okkur eitt, tvö eða jafnvel þrjú mörk í fyrri hálfleik - en í seinni var þetta ekki nokkur spurning," sagði þjálfari FH eftir sigurinn á KR í kvöld.

"Ég er búinn að segja það áður að við förum ekki í gegn um mótið án þess að tapa leik - það gerist ekki í fótbolta - en slíkt hefur ekki áhrif á okkur. KR-ingar þurftu mikið á sigri að halda í dag og voru búnir að tala um að þetta yrði leikurinn til að snúa við blaðinu, en sem betur fer tókst það ekki í dag," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH í samtali við Þorstein Gunnarsson á Sýn í kvöld. Hann var að lokum spurður hvort KR-liðið væri of gott til að falla úr deildinni.

"Ég nenni ekki að pæla í því - það er þeirra höfuðverkur," sagði Ólafur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×