Íslenski boltinn

Ófarir KR halda áfram

Mynd/Daniel

Ófarir KR í Landsbankadeildinni halda áfram og í kvöld þurfti liðið að sætta sig við enn eitt tapið - Nú á heimavelli gegn Íslandsmeisturum FH 2-0. FH gerði út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu 20 mínútum leiksins og hélt fengnum hlut eftir það. KR-ingar áttu nokkur ágætis færi til að skora en lánleysi liðsins það sem ef er leiktíðinni er algjört og situr það á botninum með aðeins eitt stig eftir sex umferðir.

Það voru Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Guðmundur Sævarsson sem skoruðu mörk FH í dag og situr liðið sem fyrr í toppsætinu með 16 stig eftir sex umferðir. FH-ingar hafa gott tak á KR í vesturbænum og er þetta fjórða árið í röð sem Hafnfirðingar sækja öll stigin í Frostaskjólið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×