Íslenski boltinn

Helgi Sig: Mikilvægt að halda í við FH

"Það er gaman að skora og ekki verra að vinna leikinn, því við vorum búnir að gera tvö jafntefli og alveg kominn tími á sigur," sagði markaskorarinn Helgi Sigurðsson í samtali við Sýn eftir leik Vals og Víkings í kvöld. Helgi skoraði tvívegis í leiknum.

"Þetta var mjög sanngjarn sigur og við áttum að skora miklu fleiri mörk. Við verðum að fara að klára færin okkar betur ef við eigum að hanga í FH, en við skoruðum þrjú mörk í kvöld og við erum sáttir við það. Það er mikilvægt bæði fyrir okkur og deildina að ná að halda í við FH en við verðum aðallega bara að hugsa um okkur sjálfa og gera okkar besta í hverjum einasta leik. Það var mikilvægt að ná að skora þetta mark í lok fyrri hálfleiks og okkur tókst það sem við ætluðum að gera þegar við skoruðum tvö mörk fljótlega í byrjun þess síðari," sagði Helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×