Íslenskur strætó í Kína 12. júní 2007 15:17 Mynd/365 Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráð Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. Það er gert í tengslum við ferðakaupstefnuna Beijing International Tourism Expo (BITE), sem haldin verður dagana 21. til 23. júní. Vagninn mun þjónusta sýningarsvæðið sem er gríðarlega stórt, en BITE er ein stærsta ferðakaupstefnan í Kína. Hún er sótt af þúsundum manna, bæði fagfólki úr ferðaþjónustu og almenningi. Sendiráðið tekur einnig þátt í verkefni samtaka aðila í ferðaþjónustu og samtaka sjónvarpsstöðva þar sem sjónvarpsáhorfendur í Kína greiða atkvæði um fallegasta stað í Evrópu. Keppnin fer þannig fram að myndefni frá þátttakendum verður sýnt í yfir 100 ferðaþáttum í kínverskum sjónvarpsstöðvum næstu mánuði. Áhorfendur greiða atkvæði með því að hringja inn. Ráðgert er að keppninni ljúki í byrjun árs 2008. Sendiráðið hefur að auki gert samning við fyrirtækið Focus Media Development Co. Ltd. (FMD) og mun láta fyrirtækinu í té íslenskt myndefni sem sýnt verður í kínverskum bönkum næstu vikur og mánuði. Í Kína er talið að viðskiptavinir banka og fjármálstofnana þurfi að meðaltali að bíða í um 20 mínútur eftir afgreiðslu. Stjórnendur þessara stofnana eru meðvitaðar um nauðsyn þess að viðskiptavinir þeirra séu ánægðir á meðan á bið þeirra stendur. FMD hefur þegar gert samning við rúmlega 320 bankaútibú í Kína og hefur sett upp sjónvarpsskjái þar sem sýnt er bæði auglýsingaefni og stuttir pistlar um margvísleg málefni. Þeim er ætlað er að stytta viðskiptavinum biðina. Sendiráðið hefur trú á því að þessi aðferð geti verið árangursrík til vekja athygli á Íslandi sem áfangastað kínverskra ferðamanna. Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráð Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. Það er gert í tengslum við ferðakaupstefnuna Beijing International Tourism Expo (BITE), sem haldin verður dagana 21. til 23. júní. Vagninn mun þjónusta sýningarsvæðið sem er gríðarlega stórt, en BITE er ein stærsta ferðakaupstefnan í Kína. Hún er sótt af þúsundum manna, bæði fagfólki úr ferðaþjónustu og almenningi. Sendiráðið tekur einnig þátt í verkefni samtaka aðila í ferðaþjónustu og samtaka sjónvarpsstöðva þar sem sjónvarpsáhorfendur í Kína greiða atkvæði um fallegasta stað í Evrópu. Keppnin fer þannig fram að myndefni frá þátttakendum verður sýnt í yfir 100 ferðaþáttum í kínverskum sjónvarpsstöðvum næstu mánuði. Áhorfendur greiða atkvæði með því að hringja inn. Ráðgert er að keppninni ljúki í byrjun árs 2008. Sendiráðið hefur að auki gert samning við fyrirtækið Focus Media Development Co. Ltd. (FMD) og mun láta fyrirtækinu í té íslenskt myndefni sem sýnt verður í kínverskum bönkum næstu vikur og mánuði. Í Kína er talið að viðskiptavinir banka og fjármálstofnana þurfi að meðaltali að bíða í um 20 mínútur eftir afgreiðslu. Stjórnendur þessara stofnana eru meðvitaðar um nauðsyn þess að viðskiptavinir þeirra séu ánægðir á meðan á bið þeirra stendur. FMD hefur þegar gert samning við rúmlega 320 bankaútibú í Kína og hefur sett upp sjónvarpsskjái þar sem sýnt er bæði auglýsingaefni og stuttir pistlar um margvísleg málefni. Þeim er ætlað er að stytta viðskiptavinum biðina. Sendiráðið hefur trú á því að þessi aðferð geti verið árangursrík til vekja athygli á Íslandi sem áfangastað kínverskra ferðamanna.
Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira