Fótbolti

Birmingham í yfirtökuviðræðum

Steve Bruce, stjóri Birmingham, gæti hugsanlega fengið fjármagn til þess að styrkja lið sitt fyrir baráttuna í ensku deildinni ef af yfirtökunni verður.
Steve Bruce, stjóri Birmingham, gæti hugsanlega fengið fjármagn til þess að styrkja lið sitt fyrir baráttuna í ensku deildinni ef af yfirtökunni verður. MYND/AFP
Birmingham City, sem var að vinna sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný, er búið að staðfesta að stjórn félagsins sé í yfirtökuviðræðum við ónefnda aðila. Viðræðurnar eru þó á algjöru byrjunarstigi.

Japanskur viðskiptajöfur var orðaður við félagið í gær og talið var að innan þriggja vikna gæti félagið verið komið til nýrra eigenda og fyrir aðeins 70 milljón krónur.

Birmingham endaði í öðru sæti í fyrstu deildinni í fyrra og komst þess vegna upp. Liðið kemur frá borginni Birmingham sem er næst stærsta borg í Englandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×