Íslenski boltinn

Þórður Guðjóns: Meiri sigurvilji hjá okkur en KR

Þórður Guðjónsson
Þórður Guðjónsson Mynd/Eiríkur
"Þetta var glæsilegur leikur hjá liðsheildinni í dag og þetta er það sem við höfum verið að leggja upp í allan vetur. Við gáfum lítil færi á okkur í dag og leikmenn lögðu sig alla fram, svo þetta gekk fullkomlega upp hjá okkur," sagði Þórður Guðjónsson leikmaður ÍA í viðtali á Sýn í kvöld.

"Við vorum klaufar í byrjun móts þar sem við gerðum tvö jafntefli eftir að hafa verið yfir í báðum leikjum. Leikurinn við FH var erfiður og við vorum bara lélegir á móti HK, en þetta var besti leikurinn hjá okkur í sumar. Vonandi heldur þetta bara áfram hjá okkur," sagði Þórður Guðjónsson sem kom inn sem varamaður hjá ÍA í kvöld eftir að hafa átt við meiðsli að stríða," sagði Þórður.

Guðjón Guðmundsson spurði Þórð hvað faðir hans og þjálfari Guðjón Þórðarson hafi sagt við liðið fyrir leikinn, því hann hafi verið mjög sigurviss í viðtali fyrir leik. "Hann var alveg sannfærður um sigur í dag og sá neisti sem hann hefur smitar út í liðið og ég held að það hafi sést á spilamennsku liðsins í dag að við vildum virkilega vinna - meira en KR-ingarnir í raun og veru."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×