Íslenski boltinn

Skorað fyrir gott málefni

Í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna verður skorað fyrir gott málefni. Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna skora í 5. umferð karla og 4. umferð kvenna.

Í knattspyrnu er markmiðið einfaldlega að skora mörk og vilja Landsbankinn og félögin í Landsbankadeildinni taka höndum saman og nýta sóknarkraft knattspyrnunnar til að leggja góðum málefnum lið.

Áheit Landsbankans renna til málefna sem liðin hafa sjálf valið. Hvert lið valdi sitt málefni og því munu alls nítján málefni njóta góðs af átakinu. Síðar í sumar verður leikurinn endurtekinn og skorað fyrir gott málefni í 10. umferð karla og 9. umferð kvenna. Bankinn tryggir að hvert málefni fái að minnsta kosti 30.000 kr. takist einhverju liði ekki að skora.

Verkefnið "Skorað fyrir gott málefni" hófst í fyrra og þá hét Landsbankinn á leikmenn í einni umferð í hvorri deild. Með sameiginlegu átaki tókst leikmönnum að skora 38 mörk fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, og safna 1,1 milljón króna.

Liðin í Landsbankadeildinni völdu sér málefni af lista 75 málefna í þjónustunni Leggðu góðu málefni lið í Einkabanka Landsbankans, en þar er með einföldum hætti hægt að gerast áskrifandi að mánaðarlegum stuðningi við góð málefni. Málefnin sem liðin völdu:

Landsbankadeild kvenna

Breiðablik Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

Fjölnir MS-félagið

Fylkir Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum

ÍR Félag heyrnarlausra

Keflavík Þroskahjálp

KR Ljósið

Stjarnan ABC barnahjálp

Valur Blátt áfram

Þór / KA Aflið, systursamtök Stígamóta á Akureyri



Landsbankadeild karla:


Breiðablik Sjálfsbjörg

FH Barnaheill

Fram Vildarbörn

Fylkir Einstök börn

HK MND-félagið

ÍA Geðhjálp

Keflavík PKU-félagið

KR Styrktarsjóður Sólheima

Valur Neistinn, styrktarsjóður hjartveikra barna

Víkingur SOS barnaþorpin

Skorað verður fyrir gott málefni í eftirfarandi leikjum:

5. umferð karla:

Fös. 8. júní 19:15 Víkingur - Breiðablik

Lau. 9. júní 17:00 Valur - Keflavík

Sun. 10. júní 19:15 FH - Fylkir

Sun. 10. júní 19:15 HK - Fram

Sun. 10. júní 20:00 ÍA - KR

4. umferð kvenna:

Fös. 8. júní 19:15 ÍR - Breiðablik

Fös. 8. júní 19:15 Valur - Keflavík

Fös. 8. júní 19:15 Stjarnan - Fjölnir

Fös. 8. júní 19:15 Þór/KA - Fylkir

KR skorar fyrir gott málefni í 5. umferð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×