Heitavatnsbruni leitt til þriggja dauðsfalla 6. júní 2007 12:12 Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt. Morgunblaðið segir í dag frá sextugum öryrkja, Ómari Önfjörð Kjartanssyni, sem skaðbrenndist fyrir um hálfum mánuði þegar hann fékk fyir sig allt að 80 gráðu heitt vatn þegar hann var í sturtu í íbúð sinni í blokk Öryrkjabandalags Íslands við Hátún. Hann berst nú fyrir lífi sínu. Rétt röskur mánuður er síðan farið var í herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Þá kom fram að nær 75% brunaslysa verða af heitu vatni inni á baðherbergi. Börn undir fimm ára aldri hljóta alvarlegustu áverkana samkvæmt rannsókn sem þá var kynnt. Á síðastliðnum fimm árum komu tæplega 2200 manns á Landspítalans vegna brunasára og þar af brenndu 132 sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að vitað væri um að minnsta kosti þrjá sem hefðu á undanförnum árum látist af völdum brunasára sem þeir fengu vegna of heits vatns. Til að koma í veg fyrir slík slys er best að hafa hitastilla á baðherbergisvöskum sem gerir það að verkum að vatnið fer aldrei yfir 40 gráður. Skýrt er í byggingareglugerð að vatnshitastig í böðum skal ekki vera svo hátt að hætta sé á húðbruna við töppunarstaði í steypiböðum og baðkerum. Reglugerðin er hins vegar ekki nema 9 ára gömul og er að sjálfsögðu ekki afturvirk. Strangari kröfur eru hins vegar gerðar um ýmsar stofnanir - en þær ná ekki til blokkar Öryrkjabandalagsins, enda telst hún ekki stofnun. En mælt er með því að vatnshiti í krönum fari ekki yfir 43°C í skólum, sundlaugum, sjúkrahúsum, elliheimilum, hótelum og tilsvarandi stöðum og 38°C á barnaheimilum. Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt. Morgunblaðið segir í dag frá sextugum öryrkja, Ómari Önfjörð Kjartanssyni, sem skaðbrenndist fyrir um hálfum mánuði þegar hann fékk fyir sig allt að 80 gráðu heitt vatn þegar hann var í sturtu í íbúð sinni í blokk Öryrkjabandalags Íslands við Hátún. Hann berst nú fyrir lífi sínu. Rétt röskur mánuður er síðan farið var í herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Þá kom fram að nær 75% brunaslysa verða af heitu vatni inni á baðherbergi. Börn undir fimm ára aldri hljóta alvarlegustu áverkana samkvæmt rannsókn sem þá var kynnt. Á síðastliðnum fimm árum komu tæplega 2200 manns á Landspítalans vegna brunasára og þar af brenndu 132 sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að vitað væri um að minnsta kosti þrjá sem hefðu á undanförnum árum látist af völdum brunasára sem þeir fengu vegna of heits vatns. Til að koma í veg fyrir slík slys er best að hafa hitastilla á baðherbergisvöskum sem gerir það að verkum að vatnið fer aldrei yfir 40 gráður. Skýrt er í byggingareglugerð að vatnshitastig í böðum skal ekki vera svo hátt að hætta sé á húðbruna við töppunarstaði í steypiböðum og baðkerum. Reglugerðin er hins vegar ekki nema 9 ára gömul og er að sjálfsögðu ekki afturvirk. Strangari kröfur eru hins vegar gerðar um ýmsar stofnanir - en þær ná ekki til blokkar Öryrkjabandalagsins, enda telst hún ekki stofnun. En mælt er með því að vatnshiti í krönum fari ekki yfir 43°C í skólum, sundlaugum, sjúkrahúsum, elliheimilum, hótelum og tilsvarandi stöðum og 38°C á barnaheimilum.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira