Fótbolti

Worthington tekur við Norður-Írum

NordicPhotos/GettyImages
Knattspyrnusambandið í Norður-Írlandi mun á morgun ráða Nigel Worthington í stöðu landsliðsþjálfara í stað Lawrie Sanchez ef marka má frétt breska sjónvarpssins í dag. Worthington mun því væntanlega stýra spútnikliði Norður-Íra gegn Liechtenstein í undankepni EM í ágúst, þar sem liðið er í góðri stöðu til að komast á stórmót í fyrsta sinn í tvo áratugi. Worthington er þekktastur fyrir störf sín sem knattspyrnustjóri hjá Norwich en hann á að baki 66 landsleiki fyrir Norður-Íra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×