Fótbolti

Lennon út úr enska landsliðinu

NordicPhotos/GettyImages
Vængmaðurinn ungi Aaron Lennon hjá Tottenham hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum sem mætir Brasilíumönnum og Eistum eftir mánaðamótin vegna meiðsla. Lennon meiddist á hné í leik með B-liði Englendinga á föstudaginn og þetta þykir ýta undir það að David Beckham fái jafnvel sæti í byrjunarliðinu gegn Brössum á Wembley á föstudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×