Fótbolti

McClaren segir Beckham eiga möguleika

MYND/AFP
Landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, Steve McClaren, hefur neitað að slá á vangaveltur fjölmiðla um hvort David Beckham, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, verði valin í liðið á ný.

McClaren tilkynnir hóp sinn fyrir leik Englendinga gegn Eistum klukkan eitt eftir hádegi á morgun.

Beckham hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan það tapaði fyrir Portúgölum í júní í fyrra. McClaren svaraði spurningum fjölmiðla í vikunni á eftirfarandi hátt, „Er ennþá möguleiki á að Beckham spili með landsliðinu? Ég hef aldrei útlokað þann möguleika."

Beckham fer til bandaríska liðsins LA Galaxy í sumar en hann hefur verið einn besti leikmaður Real Madrid á seinni hluta leiktíðarinnar á Spáni. Real er núna á toppnum í spænsku deildinni og gæti unnið fyrsta titil sinn síðan Beckham gekk til liðs við félagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×