Erlent

Losun gróðurhúsalofttegunda verði helminguð

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
MYND/Getty Images

Shinzo Abe forsætisráðherra Japan lagði í dag til að alþjóðlegt markmið yrði sett um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050. Japanir myndu styðja þróunarríki með fjárframlögum ef þau vildu skuldbinda sig til að hefta losunin lofttegundanna.

Hlýnun jarðar verður ofarlega á lista átta helstu iðnríkja heims á ráðstefnu þeirra í Þýskalandi 6-8. júní næstkomandi.

Abe sagði að Japanir hefðu í hyggju að gera drög að því að lengja Kyoto samkomulagið fram yfir árið 2012. Hann skýrði nánar tillögur sínar í ræðu og sagði að nýtt samkomulag skyldi taka til stærstu losunaraðila heims eins og Bandaríkjanna, Kína og Indlands. Taka þyrfti tilit til mismunandi aðstæðna í hverju landi og þau þyrftu að vera samkeppnishæf til efnahagsvaxtar og umhverfisverndunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×