Fótbolti

Muntari á leið til Portsmouth

Sulley Muntari er frá Ghana og spilaði með landsliðinu á HM síðasta sumar.
Sulley Muntari er frá Ghana og spilaði með landsliðinu á HM síðasta sumar. MYND/AFP

Ítalska félagið Udinese hefur staðfest að miðjumaðurinn Sulley Muntari er farinn til Englands til þess að binda endahnútinn á félagaskipti til Portsmouth.

Roberto Zansi, stjórnandi Udinese, játti því að félögin tvö hefðu þegar samið um kaupverð - talið vera um 7 milljónir punda - og nú eigi aðeins eftir að semja við Muntari sjálfan.

Framkvæmdastjóri Portsmouth, Harry Redknapp, hefur ekki farið í grafgötur með aðdáun sína á Muntari. „Ég held við séum mjög nálægt því." sagði Redknapp í gær þegar hann var spurður um möguleikann á því að Muntari kæmi til Portsmouth.

Hann verður dýrasti maður í sögu félagsins ef af kaupunum verður. „Ég hef fylgst með honum í meira en ár og hann er ekki nema 22 ára og nú þegar er hann stórkostlegur leikmaður." sagði Redknapp að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×