Erlent

Rannsaka hugsanlegt fuglaflensusmit í Wales

MYND/AP

Verið er að rannsaka hvort fuglaflensa hafi brotist út í Norður-Wales. Dauðir fuglar fundust Denbighshire-héraði sem er landsbyggðarhérað en breskir miðlar segja lítið annað vitað um málið. Yfirdýralæknir í Bretlandi mun síðar í dag greina velska þinginu frá málinu í yfirlýsingu. Fuglaflensa greindist síðast á Bretlandi í kalkúnabúi í Suffolk-héraði í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×