Erlent

Fjórtán prósent dönsku þjóðarinnar glíma við offitu

750 þúsund Danir, eða um 14 prósent dönsku þjóðarinnar, þjást af offitu samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi. Greint er frá niðurstöðunum á vef Jótlandspóstsins en skýrslan var unnin að beiðni heilbrigðisráðuneytis Danmerkur.

Þar segir enn fremur að óhollir lifnaðarhættir og skortur á hreyfingu kosti danskt samfélag ríflega 14 milljarða danskra króna á ári, jafnvirði um 160 milljarða króna. Stærstur hluti þeirra fjárhæðar er til kominn vegna þess að offitusjúklingar hverfa af vinnumarkaði annaðhvort til lengri eða skemmri tíma vegna veikinda. Þá kostar sjúkrahúslega slíkra sjúklinga danskt samfélag um 12 milljarða króna á ári.

Þetta er í fyrsta sinn sem dönsk yfirvöld reikna hversu mikið offita í samfélaginu kostar það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×