Erlent

Umdeild auglýsing frá danska lögregluskólanum

Auglýsing frá lögregluskólanum í Danmörku hefur valdið úlfaþyt í Danmörku. Í auglýsingunni er reynt að lokka ungt fólk til náms í skólanum á þeirri forsendu að það fái að nota byssu. Birting auglýsingarinnar þykir koma á heldur slæmum tíma fyrir yfirvöld því lögreglumenn í Danmörku hafa sætt gagnrýni fyrir að vera snöggir til þegar kemur að notkun skotvopna.

Auglýsingin hefur birst í mörgum helstu dagblöðum Danmerkur og slagorðið er á þennan veg: Innlifun, umhyggja og lögreglubyssa. Með þessum orðum vonast lögreglan til að fá fleiri til að ganga til liðs við sig en gagnrýnendur eru æfir ekki síst vegna mikillar umræðu að undanförnu um skotglaðar löggur í landinu.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×