Erlent

Starfsmenn Coca-Cola dæmdir fyrir að reyna að selja viðskiptaleyndarmál til Pepsi

Tveir fyrrum starfsmenn Coca-Cola voru í dag dæmdir til átta og fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að reyna að selja aðal samkeppnisaðilanum, Pepsi, viðskiptaleyndarmál.

Þriðji maðurinn bíður nú refsingar en þau voru öll ákærð fyrir að reyna að selja Pepsi viðskiptaleyndarmál. Þremeninngarnir buðu Pepsi til kaups sýnishorn af nýrru vöru frá Coca Cola sem væntanleg er á markað. Yfirmenn hjá Pepsi létu ekki freistast heldur snéru sér til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum sem veiddi fólkið í gildru.

Forstjóri Coca-Cola þakkaði Pepsi kærlega fyrir hjálpina þegar fólkið var handtekið en talsmaður Pepsi sagði þá aðeins hafa gert það sem öll virðingarverð fyrirtæki hefðu gert í sömu stöðu. „Samkeppnin getur verið hörð, en hún verður ávallt að vera sanngjörn og lögleg," sagði talsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×