Erlent

Kærður fyrir vatnsbyssuárás á sænska forsætisráðherrann

Fredrik Reinfeldt kom í heimsókn hingað til lands í síðasta mánuði.
Fredrik Reinfeldt kom í heimsókn hingað til lands í síðasta mánuði. MYND/Anton Brink

Sænska leyniþjónustan hefur lagt fram kæru á hendur sjónvarpsmanni fyrir að sprauta úr vatnsbyssu á forsætisráðherra landsins, Fredrik Reinfeldt.

Ráðherrann var við frumsýningu á bíómynd í Stokkhólmi í gærkvöld þegar maður vatt sér upp að honum til að taka viðtal við hann. Vatninu sprautaði hann í gegnum hljóðnemann og brá ráðherranum nokkuð við þetta.

Hann vildi í dag sem minnst gera úr atvikinu og sagðist hafa haldið að hann væri að ræða við alvörufréttamann. Þarna var hins vegar á ferðinni einn af stjórnendum grínþáttar í sænska ríkissjónvarpinu. Sagði Reinfeldt að honum væri sama hvað gert yrði með myndirnar og hann myndi ekkert aðhafast í málinu.

Leyniþjónustan, sem á að gæta forsætisráðherrans, lítur málið hins vegar mun alvarlegri augum en það verður í höndum dómstóla að meta hvort hrekkurinn er saknæmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×