Erlent

130 sviptir ökuskírteini fyrir hraðakstur í Danmörku

MYND/GVA

Ríflega 130 manns voru sviptir ökuskírteini í sérstöku umferðarátaki lögreglunnar í Danmörku í síðustu viku. Fram kemur á vef Jótlandspóstsins að alls hafi 1400 ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur á hraðbrautum Danmerkur og vakti sérstaka athygli lögreglunnar hvað ökumenn áttu erfitt með að virða hraðatakmörk þar sem vegaframkvæmdir stóðu yfir. Alls voru nærri 50 manns sviptir ökuskírteini tímabundið fyrir að aka of hratt á þeim köflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×