Fótbolti

Eyjólfur valdi fjóra nýliða

AFP

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hópinn sem mætir Liechtenstein og Svíþjóð í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Í hópnum eru fjórir nýliðar að þessu sinni, þeir Birkir Már Sævarsson frá Val, Ragnar Sigurðsson Gautaborg, Theodór Elmar Bjarnason Celtic og þá fær Gunnar Kristjánsson hjá Víkingi óvænt sæti í hónum.

Íslenska liðið tekur á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum þann 2. júní og fjórum dögum síðar sækir það Svía heim. Hér fyrir neðan má sjá hópinn sem Eyjólfur valdi í dag.

Árni Gautur Arason - Vålerenga

Daði Lárusson - FH

Brynjar Björn Gunnarsson - Reading

Arnar Þór Viðarsson - Twente

Eiður Smári Guðjohnsen - Barcelona

Ólafur Örn Bjarnason - Brann

Ívar Ingimarsson - Reading

Kristján Örn Sigurðsson - Brann

Grétar Rafn Steinsson - AZ Alkmaar

Stefán Gíslason - Lyn

Veigar Páll Gunnarsson - Stabæk

Hjálmar Jónsson - IFK Gautaborg

Hannes Þ. Sigurðsson - Viking

Emil Hallfreðsson -Tottenham

Gunnar Þór Gunnarsson - Hammarby

Matthías Guðmundsson - FH

Birkir Már Sævarsson - Valur

Gunnar Kristjánsson - Víkingur R

Ragnar Sigurðsson - Gautaborg

Theodór Elmar Bjarnason - Celtic




Fleiri fréttir

Sjá meira


×