Erlent

Jimmy Carter segir orð sín mistúlkuð

Jimmy Carter hefur dregið í land vegna ummæla um Bush
Jimmy Carter hefur dregið í land vegna ummæla um Bush MYND/AP

 

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjana segir að orð sín hafi verið mistúlkuð en fyrir nokkrum dögum var haft eftir honum í dagblaði í Arkansas að George W. Bush sé versti forseti í sögu landsins. Orð forsetans fyrrverandi kölluðu á óvenju hörð viðbrögð úr Hvíta húsinu og í dag hefur Carter heldur dregið í land og segir að ummælin hafi verið „kæruleysisleg eða mistúlkuð".

Carter sagði í viðtalinu að í ljósi þeirra neikvæðu áhrifa sem Bandaríkin hafi orðið fyrir um heim allan síðustu ár, verði að telja forsetatíð Bush þá verstu í sögu landsins. Carter segir nú að um miskilning hafi verið að ræða. Í raun hafi hann verið að bera forsetatíð Bush við forsetatíð Nixons, en ekki aðra forseta sögunnar. Hann stendur enn við þau orð sín að utanríkisstefna ríkisstjórnar Bush sé verri en stefna Nixon stjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×