Erlent

Óeirðir vegna barneignastefnu í Kína

Til óeirða kom í Guangxi-héraði í Suðvestur-Kína um helgina þar sem íbúar í héraðinu mótmæltu þeirri stefnu stjórnvalda að heimila hjónum að eignast aðeins eitt barn.

Lög þar að lútandi voru sett í landinu árið 1980 til að stemma stigu við gríðarlegri fjölgun þjóðarinnar en svo virðist sem íbúar Gunagxi hafi fengið nóg eftir að ákveðið var að herða lögin enn frekar en nú liggur há sekt við því að eignast fleiri en eitt barn.

Eftir því sem fram kemur á vef BBC veltu mótmælendur bílum og rifu niður múr í kringum opinbera byggingu og kveiktu í henni. Einn mun hafa særst í átökum eftir lögregla var kölluð á vettvang.

Þetta eru ekki fyrstu mótmæli þessarar tegundar í landinu en stjórnvöld virðast ekki ætla hvika frá stefnu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×