Erlent

Gestum gefið færi á að komast nær ísbjörnum

Dýrgarðurinn í Pittsburg í Bandaríkjunum hefur hleypt af stokkunum nýrri ísbjarnarsýningu. Sérstakt búr var tekið í notkun fyrir sýninguna sem á að gefa gestum færi á að komast nær ísbjörnum en áður.

Gestir geta nú gengið undir og meðfram búrinu og fylgst með hvað ísbirnirnir aðhafast á meðan þeir eru í kafi. Sýningin hefur vakið mikla lukku meðal gesta sem streymt hafa í garðinn síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×