Erlent

Pönduheimsmet

Forsvarsmenn uppeldisstöðvar fyrir pöndur í suðvesturhluta Kína hafa óskað eftir því að fá nokkuð óvenjulegt heimsmet skráð. Panda nokkur sem þar dvelur varð í lok mars sú elsta til eignast afkvæmi og var meðganga hennar jafnframt sú lengsta sem um getur.

Pandan Jini er fjórtán ára og tók meðgangan þrjú hundruð tuttugu og fjóra daga. Eðlilegt er að meðganga hjá pöndum taki þrjá og hálfa til fimm mánuði. Eins og sjá má á þessum myndum heilsast bæði Jini og pandahúninum hennar vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×