Spielberg þrýstir á Kína vegna Darfur Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 15. maí 2007 19:45 Spielberg talar á tíu ára afmæli Schindlers List um Shoah Visual History Foundation. Stofnunin safnar upplýsingum um fórnarlömb Helfararinnar. MYND/AFP Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Steven Spielberg hefur krafist þess að forseti Kína beiti sér fyrir því að endi verði bundinn á þjóðarmorðin í Darfur í Súdan. Í bréfi til Hu Jintao, forseta Kína, hvatti leikstjórinn Kína til að þrýsta á Afríkulandið að leyfa Sameinuðu þjóðunum að senda friðargæslusveitir til landsins. Spielberg er nýjasti talsmaður Hollywood stjarnanna sem reynir að beina augum alheimsins að vandamálinu í Darfur. Kína Hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Í bréfinu sagðist Spielberg bætast í hóp þeirra sem biðluðu til Kína um að breyta stefnu sinni varðandi Súdan. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur síðan árið 2003. Spielberg er listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. Hann biðlaði einnig til stjórnvalda í Súdan til að hleypa friðargæslu SÞ inn til að vernda fórnarlömb þjóðarmorðanna. Spielberg sem leikstýrði Schindlers List mun vera sérstaklega áhugasamur um þjóðarmorð vegna tengsla við stofnun sem sérhæfir sig í sögu og fræðslu. Stofnunin er í Los Angeles og hefur meðal annars safnað vitnisburði rúmlega 50 þúsund fórnarlamba Helfararinnar. Leikkonan Mia Farrow gagnrýndi Spielberg í grein sem birt var í Wall Street Journal dagblaðinu fyrir tengingu hans við Ólympíuleikana í Kína. Hún spurði hvort hann vildi að sér yrði líkt við Leni Riefenstahl sem var handbendi Nasista á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936. Erlent Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Steven Spielberg hefur krafist þess að forseti Kína beiti sér fyrir því að endi verði bundinn á þjóðarmorðin í Darfur í Súdan. Í bréfi til Hu Jintao, forseta Kína, hvatti leikstjórinn Kína til að þrýsta á Afríkulandið að leyfa Sameinuðu þjóðunum að senda friðargæslusveitir til landsins. Spielberg er nýjasti talsmaður Hollywood stjarnanna sem reynir að beina augum alheimsins að vandamálinu í Darfur. Kína Hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Í bréfinu sagðist Spielberg bætast í hóp þeirra sem biðluðu til Kína um að breyta stefnu sinni varðandi Súdan. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur síðan árið 2003. Spielberg er listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. Hann biðlaði einnig til stjórnvalda í Súdan til að hleypa friðargæslu SÞ inn til að vernda fórnarlömb þjóðarmorðanna. Spielberg sem leikstýrði Schindlers List mun vera sérstaklega áhugasamur um þjóðarmorð vegna tengsla við stofnun sem sérhæfir sig í sögu og fræðslu. Stofnunin er í Los Angeles og hefur meðal annars safnað vitnisburði rúmlega 50 þúsund fórnarlamba Helfararinnar. Leikkonan Mia Farrow gagnrýndi Spielberg í grein sem birt var í Wall Street Journal dagblaðinu fyrir tengingu hans við Ólympíuleikana í Kína. Hún spurði hvort hann vildi að sér yrði líkt við Leni Riefenstahl sem var handbendi Nasista á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936.
Erlent Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira