Fótbolti

Rangers í Meistaradeildina

NordicPhotos/GettyImages
Glasgow Rangers tryggði sér í dag sæti í Meistaradeild Evrópu með góðum 2-0 sigri á erkifjendum sínum Celtic í skoska boltanum. Kris Boyd skoraði fyrra mark Rangers og sitt 100. í úrvalsdeildinni í fyrri hálfleik og Charlie Adams bætti við öðru í þeim síðari. Rangers hefur ekki tapað leik síðan Walter Smith tók við liðinu í janúar, en Celtic er þegar búið að tryggja sér titilinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×