Erlent

Tillögur til að bregðast við loftlagsbreytingum

Gro Harlem Brundtland.
Gro Harlem Brundtland. MYND/AFP

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, útnefndi í dag þrjá fulltrúar til að koma með tillögur til að bregðast við loftlagsbreytingum. Meðal þeirra sem Ki-moon útnefndi er Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs.

Áætlað er að fulltrúarnir þrír leggi tillögur sínar fram á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Bali í Indónesíu í desember á þessu ári.

Auk Gro Harlem Brundtland munu Ricardo Lagos, fyrrum forseti Chile og Han Seung-soo, fyrrum utanríkisráðherra Suður Kóreu, vinna að tillögunum fyrir loftlagsþingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×