Erlent

Meintur fjöldamorðingi lýsir yfir sakleysi sínu fyrir rétti

MYND/AFP

Réttarhöld yfir bretanum Steve Wright, sem ákærður er fyrir að hafa myrt fimm vændiskonur í desember á síðasta ári hefjast í janúar á næst ári. Steve lýsti sig saklausan af morðunum fyrir undirrétti í borginni Ipswich í dag.

Lögreglan hóf rannsókn á morðunum í byrjun desember eftir að lík af 19 ára gamallri vændiskonu fannst klæðalaust við lækjarbakka í útjaðri Ipswich. Fljótlega fann lögreglan lík fjögurra annarra vændiskvenna og vakti málið fljótlega mikla athygli í Englandi.

Steve, sem er 49 ára gamall, var handtekinn skömmu fyrir jól og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Hann hefur margítrekað lýst yfir sakleysi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×