Erlent

Fimm Bretar sakfelldir fyrir að skipuleggja sprengjuherferð

Fimm Bretar voru í morgun sakfelldir fyrir að skipuleggja sprengjuárásir víðsvegar um Bretland. Lestir, verslunarmiðstöð og næturklúbbar áttu að vera skotmörk fimmennninganna. Mennirnir hugðust notast við 600 kíló af heimagerðu sprengjuefni sem framleiða átti úr áburði. Tilgangur sprengjuherferðarinnar var að hefna fyrir stuðning Breta við aðgerðir Bandaríkjamanna í kjölfar árásanna 11. september 2001.

 

Við réttarhöldin kom í ljós að mennirnir höfðu tengsl við að minnsta kosti tvo þeirra sem komu að hinum mannskæðu árásum í London í júly 2005 þar sem 52 fórust. Að sögn lögreglu hefðu mennnirnir getað komið sér upp mjög öflugum sprengjum ef ekki hefði tekist að stöðva þá í tæka tíð. Undirbúningur mannanna var vel á veg kominn þegar lögreglu tókst að hafa hendur í hári þeirra 2004.

 

Mennirnir fimm, þeir Omar Khyam, Anthony Garcia, Jawad Akbar, Waheed Mahmood and Salahuddin Amin, voru allir sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um sprengjuárásirnar. Tveir aðrir voru sýknaðir. Búist er við ákvörðun dómara um lengd fangelsisvistar mannanna seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×