Flugslysaæfingin sem haldin var í dag á Sauðárkróki gekk í heildina mjög vel og samhæfing allra viðbragðsaðila á Sauðárkrókssvæðinu góð. Samvinna og verkaskipting var einstaklega góð segir í tilkynningu frá Flugstoðum. Sett var á svið flugslys þar sem 30 farþegar og tveir flugmenn slösuðust mismikið.
Viðbragðsaðilar hafa unnið mikið og gott starf síðustu mánuði sem skilaði sér á æfingunni í dag. Næstu skref eru að skoða hvað fór miður og vinna í að bæta það svo viðbragðið verði eins og best verður á kosið ef slys verður.
Unnið var í samræmi við tilkynningu um að flugvél hefði brotlent á suðurenda flugbrautarinnar.