Stórveldin slást í beinni á Sýn Extra 3. apríl 2007 12:48 Claudio Pizarro hjá Bayern á hér í höggi við Alessandro Nesta hjá Milan í leik liðanna í 16-liða úrslitunum í fyrra NordicPhotos/GettyImages Evrópustórveldin AC Milan og Bayern Munchen mætast í kvöld í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fer leikurinn fram á San Siro í Mílanó. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30. Þetta eru tvö af sigursælustu liðum Evrópuknattspyrnunnar og hafa unnið titilinn tíu sínum samtals. Bæði lið lyftu Evrópubikarnum á öldinni. Milan varð síðast Evrópumeistari árið 2003 og Bayern varð Evrópumeistari árið 2001 - en það var einmitt á Guiseppe Meazza leikvangnum í Mílanó. Milan verður að teljast sigurstranglegra liðið í kvöld og hefur ítalska liðið aldrei tapað fyrir Bayern í Evrópukeppni. Þessi lið mættust í 16-liða úrslitum keppninnar í fyrra og þá hefði Milan 5-2 sigur samanlagt úr báðum leikjum. Ítalska liðið mætir til leiks með nánast frískan leikmannahóp þar sem þeir Alessandro Nesta og Paolo Maldini náðu báðir að komast óskaddaðir frá síðustu æfingum fyrir leik. Þeir Serginho og Ricardo Olivera eru þó tæpir fyrir leikinn í kvöld vegna meiðsla og Georgíumaðurinn Kakha Kaladze getur ekki spilað vegna meiðsla. Ronaldo má ekki taka þátt í leiknum í kvöld því hann spilaði með Real Madrid á fyrri stigum keppninnar. Hjá Bayern verður Owen Hargreaves klár í slaginn á ný eftir meiðsli, sem kostuðu að hann missti af toppslagnum við Schalke í þýsku deildinni um helgina. Mark van Bommel verður í leikbanni í kvöld og því er endurkoma Hargreaves afar mikilvæg fyrir miðjuspil þýska liðsins. Við hlið hans er reiknað með því að hinn ungi Andreas Ottl verði í byrjunarliðinu á kostnað Martin Demichalis. Þá verður Michael Rensing í markinu í stað Olvier Kahn, sem er í leikbanni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Evrópustórveldin AC Milan og Bayern Munchen mætast í kvöld í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fer leikurinn fram á San Siro í Mílanó. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30. Þetta eru tvö af sigursælustu liðum Evrópuknattspyrnunnar og hafa unnið titilinn tíu sínum samtals. Bæði lið lyftu Evrópubikarnum á öldinni. Milan varð síðast Evrópumeistari árið 2003 og Bayern varð Evrópumeistari árið 2001 - en það var einmitt á Guiseppe Meazza leikvangnum í Mílanó. Milan verður að teljast sigurstranglegra liðið í kvöld og hefur ítalska liðið aldrei tapað fyrir Bayern í Evrópukeppni. Þessi lið mættust í 16-liða úrslitum keppninnar í fyrra og þá hefði Milan 5-2 sigur samanlagt úr báðum leikjum. Ítalska liðið mætir til leiks með nánast frískan leikmannahóp þar sem þeir Alessandro Nesta og Paolo Maldini náðu báðir að komast óskaddaðir frá síðustu æfingum fyrir leik. Þeir Serginho og Ricardo Olivera eru þó tæpir fyrir leikinn í kvöld vegna meiðsla og Georgíumaðurinn Kakha Kaladze getur ekki spilað vegna meiðsla. Ronaldo má ekki taka þátt í leiknum í kvöld því hann spilaði með Real Madrid á fyrri stigum keppninnar. Hjá Bayern verður Owen Hargreaves klár í slaginn á ný eftir meiðsli, sem kostuðu að hann missti af toppslagnum við Schalke í þýsku deildinni um helgina. Mark van Bommel verður í leikbanni í kvöld og því er endurkoma Hargreaves afar mikilvæg fyrir miðjuspil þýska liðsins. Við hlið hans er reiknað með því að hinn ungi Andreas Ottl verði í byrjunarliðinu á kostnað Martin Demichalis. Þá verður Michael Rensing í markinu í stað Olvier Kahn, sem er í leikbanni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira