Erlent

Hverfandi líkur á að Norðmenn gangi í ESB

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir líkurnar á að Noregur gangi í Evrópusambandið hverfandi. Þjóðin hafi tvívegis hafnað aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og því sé málið dautt.

Stoltenberg, sem er leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og einn helsti baráttumaður fyrir aðild Norðmanna að ESB, lét þessi ummæli falla í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph í vikunni. Þar var fjallað um stöðu Íslands og Noregs í samfélagi þjóðanna og bent á að þessi tvö af ríkustu löndum heims standi bæði utan Evrópusambandsins. Sterkur efnahagur og áhyggjur af yfirráðum yfir fiskimiðum eru sagðar skýringarnar á því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×