Erlent

Foreldrar vilja að mannræningja verði gefið frelsi

Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, hitti í morgun börnin sem tekin voru í gíslingu í rútu í höfuðborginni, Maníla, í gær. Börnunum var boðið í forsetahöllina þar sem Arroyo ræddi við þau og foreldra þeirra.

Börnin voru á leið í skólaferð frá barnaheimili þeirra þegar þau voru tekin í gíslingu. Annar gíslatökumannanna var Jun Ducat sem rekur barnaheimilið.

Hann segist hafa viljað vekja athygli á vanda fátækra barna í landinu og knýja á um lausn á þeirra málum. Ducat segist ekki sjá eftir neinu, skólaganga barna í hans umsjá hafi fengist tryggð. Foreldrar barnanna vilja að Ducat verði gefið frelsi en hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×