Erlent

Tsvangirai handtekinn í áhlaupi lögreglu

Morgan Tsvangirai
Morgan Tsvangirai Getty Images

Morgan Tsvangirai, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve var handtekinn í morgun þegar lögregla gerði áhlaup á höfuðstöðvar flokksins í Harare. Nokkrir aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru einnig handteknir.

Mugabe forseti hefur tekið hart á stjórnarandstæðingum undanfarið en óánægja magnast nú í landinu, aðallega vegna bágs efnahagsástands. Verðbólga er nærri 1700 prósentum og um 80 prósent landsmanna eru án atvinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×