Erlent

Börnin í Manila látin laus

Búið er að sleppa börnunum sem tveir menn tóku í gíslingu í Manila á Filippseyjum lausum. Gíslatökumaðurinn hefur verið færður í varðhald.

Lögregla í Manila náði samkomulagi við mennina sem þar hafa haldið 31 barni í gíslingu síðan snemma í morgun. Lögregla hefur ekki gefið upp smáatriði samkomulagsins.

Annar gíslatökumannana er eigandi barnaheimilisinsins, ekki er vitað hver hinn maðurinn er. Börnin hafa þurft að dúsa í rútunni í átta klukkutíma núna en eru að sögn við góða heilsu.

Lögregla telur að aðal gíslatökumaðurinn sé sá sami og tók tvo presta gíslingu síðla á níunda áratug síðustu aldar vegna deilna um kirkjubyggingu. Í því tilviki kom í ljós eftir að hann hafði flúið af vettvangi að vopnin sem hann notaði voru leikföng og engin hætta hafði verið á ferð. Maðurinn bauð sig fram til þings fyrir sex árum án árangurs. Hann stofnaði barnaheimilið fyrir þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×