Enski boltinn

Essien ánægður með nýjan samning

Michael Essien, miðjumaður Chelsea, skrifaði í dag undir nýjan fimm ára samning við félagið. Essien kveðst mjög ánægður í herbúðum Chelsea og útilokar ekki að ljúka ferlinum í London. Forráðamenn Chelsea eru einnig hæstaánægðir með að hafa tryggt sér þjónustu Essien næstu fimm árin. "Það tók mig ekki langan tíma að ákveða mig. Ég kom hingað í upphafi til að vera í mörg ár og mér hefur liðið mjög vel það sem af er," sagði Essien eftir að hafa skrifað undir, en hann kom til liðsins frá Lyon sumarið 2005 fyrir metfé, 24,4 milljónir punda. Á þessu tímabili hefur hann sannað sig sem einn mikilvægasti leikmaður liðsins og leyst ýmsar stöður á vörn og miðju. "Það eru stórkostlegar fréttir fyrir Chelsea að Essien hafi ákveðið að skuldbinda sig félaginu næstu fimm árin. Hann hefur haft gríðarlega góð áhrif á liðið nú þegar og það er mjög ánægjulegt að hann skuli vilja vera áfram hjá okkur. Hann hefur aðlagast vel og er einn af lykilmönnum Chelsea," sagði Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, eftir undirskriftina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×