Enski boltinn

Mourinho í klípu

Martin Jol og José Mourinho á leiknum í gær
Martin Jol og José Mourinho á leiknum í gær AP

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea neitar að hafa viðhaft ósæmilegt orðbragð við Mike Riley dómara í leik Chelsea og Tottenham í gær. Mourinho á að hafa sagt „hórusonur" þegar hann var á leið til búningsherbergja í hálfleik. Knattspyrnustjórinn neitar að hafa beint orðum sínum að dómaranum en ekki fór á milli mála að Mourinho mislíkaðir margar ákvarðanir Rileys. Knattspyrnustjórinn segir í samtali við enska fjölmiðla að hann beiti þessu tungutaki mörgum sinnum bæði á æfingum og í leikjum. Enska knattspyrnusambandið á væntanlega eftir að krefjast skýrslu um málið og hugsanlega refsað knattspyrnustjóranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×