Erlent

Eftirlaunaaldur hækkaður í Þýskalandi

Frá þýska þinginu eftir að frumvarpið var samþykkt í dag
Frá þýska þinginu eftir að frumvarpið var samþykkt í dag AP

Eftirlaunaaldur verður hækkaður í Þýskalandi. Þetta var samþykkt á þinginu þar í landi í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Nú er eftirlaunaaldurinn 65 ár en verður hækkaður upp í 67 ár. Þetta er gert vegna þess að fæðingatíðni er með því lægsta sem gerist í Evrópu í Þýskalandi og fer því fólki á vinnumarkaði fækkandi.

Ef fram heldur sem horfir verður um þriðjungur þýsku þjóðarinnar yfir 65 ára árið 2035. Samkvæmt frumvarpinu sem samþykkt var fara þeir sem fæddir eru 1964 eða síðar á eftirlaun 67 ára en þeir sem fæddir eru fyrr fara á eftirlaun 65 ára. Árið 2005 fæddust 685 þúsund börn í Þýskalandi á meðan 830 þúsund létust. Að meðaltali á hver þýsk kona 1,36 börn, sem er með því lægsta sem gerist í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×