Fjórir létust og þrír slösuðust alvarlega þegar þyrla með ferðamönnum innanborðs fórst á flugvelli á eynni Kauai á Hawaii í gær. Flugmaðurinn var einn hinna látnu, en hann hafði yfir tíu þúsund flugtíma á þyrlunni. Slysið átti sér stað á Princeville flugvellinum eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma.
Flugmaðurinn tilkynnti skömmu fyrir slysið að vandræði væru með vökvakerfi þyrlunnar.