Komu George Bush Bandaríkjaforseta til Brasilíu var mótmælt í gær í Sao Paulo, stærstu borgar landsins. Um tíu þúsund manns mótmæltu á stærstu götum fjármálahverfis borgarinnar og í það minnsta 20 slösuðust í átökum milli mótmælenda og óeirðalögreglu.
Bush mun hitta forseta Brasilíu, Lula da Silva og munu þeir undirrita orkubandalag milli landanna. Bush mun einnig heimsækja Urugay, Kólumbíu, Guatamala og Mexíkó í vikulangri ferð um Suður Ameríku sem er ætlað að styrkja tengsl Bandaríkjamanna við löndin.