Alex stal senunni - Arsenal úr leik 7. mars 2007 21:33 Maður kvöldsins - Alex hjá PSV - fagnar hér dýrmætu marki sínu á Emirates NordicPhotos/GettyImages Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. Téður Alex skoraði líka sjálfsmark þegar liðin mættust á Highbury í keppninni árið 2004 og réði það mark úrslitum í leiknum. Annað var uppi á teningnum í kvöld og Arsenal er úr leik þrátt fyrir að ráða ferðinni algjörlega. Hollenska liðið átti undir högg að sækja í báðum leikjunum, en er komið áfram í 8-liða úrslit með 2-1 sigri samanlagt. Manchester United er sömuleiðis komið áfram í keppninni eftir verðskuldaðan 1-0 sigur á Lille. Það var hinn ótrúlegi Henrik Larsson sem skaut enska liðið áfram með marki á 72. mínútu og fer United því áfram samanlagt 2-0. Bayern Munchen vann sigur á Real Madrid 2-1 í Munchen og fer áfram 4-3 samanlagt. Roy Makaay gerði má segja út um vonir Real þegar hann kom Bayern í 1-0 eftir 10 sekúndur og Lucio tryggði þýska liðið endanlega áfram með marki á 66. mínútu. Eftir það færðist hiti í leikinn og þeir Mark van Bommel og Mahamadou Diarra voru reknir af velli fyrir slagsmál á 82. mínútu eftir að mjög vafasöm vítaspyrna var dæmd á Bayern. Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn úr vítinu og raunar var mark dæmt af Sergio Ramos í uppbótartíma. Leikur AC Milan og Celtic fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Þá hafði lið Milan átt 25 skot á markið en Celtic aðeins 5. Markvörðurinn Boruc átti stórleik á lokamínútunum í marki Celtic og varði hvert dauðafærið á fætur öðru - auk þess sem skot frá Kaka fór í þverslánna. Það var svo Kaka sem kláraði dæmið strax eftir 3 mínútur með laglegu marki fyrir Milan og því eru skotarnir úr leik. Samtals 1-0 sigur Milan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira
Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. Téður Alex skoraði líka sjálfsmark þegar liðin mættust á Highbury í keppninni árið 2004 og réði það mark úrslitum í leiknum. Annað var uppi á teningnum í kvöld og Arsenal er úr leik þrátt fyrir að ráða ferðinni algjörlega. Hollenska liðið átti undir högg að sækja í báðum leikjunum, en er komið áfram í 8-liða úrslit með 2-1 sigri samanlagt. Manchester United er sömuleiðis komið áfram í keppninni eftir verðskuldaðan 1-0 sigur á Lille. Það var hinn ótrúlegi Henrik Larsson sem skaut enska liðið áfram með marki á 72. mínútu og fer United því áfram samanlagt 2-0. Bayern Munchen vann sigur á Real Madrid 2-1 í Munchen og fer áfram 4-3 samanlagt. Roy Makaay gerði má segja út um vonir Real þegar hann kom Bayern í 1-0 eftir 10 sekúndur og Lucio tryggði þýska liðið endanlega áfram með marki á 66. mínútu. Eftir það færðist hiti í leikinn og þeir Mark van Bommel og Mahamadou Diarra voru reknir af velli fyrir slagsmál á 82. mínútu eftir að mjög vafasöm vítaspyrna var dæmd á Bayern. Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn úr vítinu og raunar var mark dæmt af Sergio Ramos í uppbótartíma. Leikur AC Milan og Celtic fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Þá hafði lið Milan átt 25 skot á markið en Celtic aðeins 5. Markvörðurinn Boruc átti stórleik á lokamínútunum í marki Celtic og varði hvert dauðafærið á fætur öðru - auk þess sem skot frá Kaka fór í þverslánna. Það var svo Kaka sem kláraði dæmið strax eftir 3 mínútur með laglegu marki fyrir Milan og því eru skotarnir úr leik. Samtals 1-0 sigur Milan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira